Við erum þess fullviss að spilin okkar séu einstök í sinni röð og að þau munu veita þér innblástur og hjálpa þér að ná nýjum hæðum í íþrótt þinni, taka framförum á sviðum sem þú hefur ef til vill ekki enn leitt hugann að en munu skipta gríðarmiklu máli. Við gerð þeirra höfum við nýtt aldagamlar austrænar aðferðir sem hafa skilað árangri í gegnum tíðina í bland við kenningar sálfræðinnar, aðferðir til að þjálfa minnið og jákvæðar staðhæfingar.
Á spilunum eru hugtök sem eiga við allar íþróttir og þær áskoranir sem tengjast lífinu. Ef þú stundar andlega þjálfun er mikilvægt að þekkja þessi hugtök. Hvert hugtak er vandlega valið til að endurspegla fulla breidd í andlegri þjálfun.
