Meistarakerfið – Hugleiddu og bættu árangur

6.990 kr.

Leikvætt kerfið líkist handhægum spilastokki sem hefur að geyma 49 einkennandi myndir. Hver mynd á sér númer og tilheyrir einum af sjö litaflokkum sem auðvelda notkun. Hver mynd eða spil stendur fyrir ákveðinn hæfileika eða eiginleika sem við höfum öll til að bera.

Flestir koma stokknum fyrir á áberandi stað, til dæmis í eldhúsinu og venja sig á að draga eitt spil á hverjum morgni.

Kerfinu fylgir ítarlegur leiðbeiningabæklingur sem skýrir á einfaldan hátt út skilaboð spilanna. Textinn er á ensku en íslenska þýðingin er aðgengileg hér á vefnum.

Þessi byltingarkennda nálgun gerir íhugun aðgengilega og leiðir hugann á réttan stað til að bæta árangur. Með hausinn í lagi, eru flestir vegir færir.