Um spilin

Við erum þess fullviss að spilin okkar séu einstök í sinni röð og að þau munu veita þér innblástur og hjálpa þér að ná nýjum hæðum í íþrótt þinni, taka framförum á sviðum sem þú hefur ef til vill ekki enn leitt hugann að en munu skipta gríðarmiklu máli. Við gerð þeirra höfum við nýtt aldagamlar austrænar aðferðir sem hafa skilað árangri í gegnum tíðina í bland við kenningar sálfræðinnar, aðferðir til að þjálfa minnið og jákvæðar staðhæfingar. 

Á spilunum eru hugtök sem eiga við allar íþróttir og þær áskoranir sem tengjast lífinu. Ef þú stundar andlega þjálfun er mikilvægt að þekkja þessi hugtök. Hvert hugtak er vandlega valið til að endurspegla fulla breidd í andlegri þjálfun.

Spilin hjálpa þér að fara inn á við, örva skapandi hugsun, tengjast sjálfum þér, upplifa tilfinningar
og læra að hlusta á innsæið.

Þú getur verið einn með sjálfum þér og unnið með hugleiðslu, fókus og núvitund eða notað spilin í félagsskap og unnið með hópefli og félagsfærni. Þegar unnið er í hópi skapast oft áhugavert og skemmtilegt samtal. 

Einnig geta spilin verið skemmtilegt verkfæri fyrir foreldra og þjálfara til að eiga samtal við börnin sín, skapa forvitni og auka skilning á hugtökum og líðan.

1

Stokkurinn

Í spilastokknum eru 49 spil í 7 litum fyrir hverja sort. Spilin eru ýmist leikmannaspil eða meistaraspil. Með spilastokknum fylgir bæklingur með leiðbeiningum um notkun og skilaboðum fyrir hvert spil.
2

Litirnir

Meistaraspilin eru einskonar ígildi ássins í hverri sort og fer einn meistari fyrir hverjum lit.
3

Leikmaðurinn

Hvert leikmannaspil stendur fyrir ákveðna eiginleika sem mikilvægt er að þroska bæði sem leikmaður og sem manneskja.
4

Tenging spilanna

Hvert leikmannaspil á sér annað samsvarandi spil og hafa bæði sömu litasamsetningu.